Kastaði eigin leikmanni til: „Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 10:30 Gheorghe Tadicis kom illa fram við Gabrielu Vrabie, leikmann sinn, í leik í síðustu viku. Skjáskot/Facebook Kallað hefur verið eftir því að rúmenskur þjálfari fari í bann frá handbolta eftir dreifingu myndbands þar sem hann sést skamma eina af konunum sem hann þjálfar og kasta henni svo til í átt að varamannabekknum. Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl. Handbolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl.
Handbolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira