Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 09:43 Christopher „Bong“ Go (t.h.) öldungadeildarþingmaður og Rodrigo Duterte (t.v.) forseti Filippseyja. Go hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári sem talið er mikið áfall fyrir forsetann. Getty/Lisa Marie David Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik. Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10