Samstarf í þingnefndum hafi gengið illa á síðasta kjörtímabili Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. nóvember 2021 21:31 Sigurður Ingi segir samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa gengið illa síðast. Stöð 2 Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir það rökrétt framhald af slæmri samvinnu meðal stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í nefndum. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar um málið. Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Sjá meira