Omíkron hefur nú þegar greinst í Kanada og Biden segir „næstum óumflýanlegt“ að afbrigðið greinist einnig í Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti.
Bandaríkin eru meðal þeirra ríkja sem hafa bannað flug frá Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, og sjö öðrum Afríkuríkjum. Einstaklingarnir tveir sem greindust í Kanada á sunnudag voru nýkomnir frá Nígeríu en þriðju einstaklingurinn greindist í gær.
Biden sagði bannið myndu verða til þess að „kaupa tíma“ til að rannsaka afbrigðið betur. Þrátt fyrir áhyggjur sérfræðinga liggja enn ekki næg gögn fyrir til að slá því á fast að Omíkron sé sannarlega meira smitandi eða ónæmara fyrir bólusetningum.
Stjórnvöld vestanhafs hafa á síðustu dögum verið gerð afturreka með aðgerðir til að stuðla að bólusetningum og meðal annars verið bannað að skylda heilbrigðisstarfsmenn í tíu ríkjum til að þiggja bólusetningu.