Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 08:22 Bjarni Benediktsson kynnir frumvarp til fjárlaga í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira