Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2021 09:10 Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn. Lt Cdr Lindsey Waudby RN/Ministry of Defence via Getty Images) Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu má sjá flugvélina í flugtaki á flugbraut skipsins. Eitthvað virðist fara úrskeiðis þannig að örfáum andartökum eftir að flugvélin fer fram af flugbraut skipsins, skýtur flugmaðurinn sér úr vélinni, sem hrapar í sjóinn. Sjá má fallhlíf opnast. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Svo virðist sem að í stað þess að hraði flugvélarinnar aukist í flugtaki hafi dregið úr hraðanum, með fyrrgreindum afleiðingum. Hver F-35 flugvél kostar um hundrað milljón pund, rúma sautján milljarða króna. Atvikið átti sér stað fyrr í nóvember en breskir fjölmiðlar greindu þá frá því að herþota breska hersins hefði hrapað í Miðjarðarhafið við æfingar. Svo virðist sem að umrætt myndband sé komið úr öryggismyndavélum flugmóðurskipsins. Breska varnarmálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað af BBC. Þar kemur þó fram að verið sé að leita leiða til að bjarga flaki vélarinnar. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að mögulegt sé að atvikið hafi átt sér stað vegna vélarábreiðu sem mögulega hafi verið skilin eftir á flugvélinni fyrir flugtak. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins en í frétt BBC segir að einnig megi reikna með rannsakað verði hvernig umræddu myndbandi hafi verið lekið á netið. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Á myndbandinu má sjá flugvélina í flugtaki á flugbraut skipsins. Eitthvað virðist fara úrskeiðis þannig að örfáum andartökum eftir að flugvélin fer fram af flugbraut skipsins, skýtur flugmaðurinn sér úr vélinni, sem hrapar í sjóinn. Sjá má fallhlíf opnast. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Svo virðist sem að í stað þess að hraði flugvélarinnar aukist í flugtaki hafi dregið úr hraðanum, með fyrrgreindum afleiðingum. Hver F-35 flugvél kostar um hundrað milljón pund, rúma sautján milljarða króna. Atvikið átti sér stað fyrr í nóvember en breskir fjölmiðlar greindu þá frá því að herþota breska hersins hefði hrapað í Miðjarðarhafið við æfingar. Svo virðist sem að umrætt myndband sé komið úr öryggismyndavélum flugmóðurskipsins. Breska varnarmálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað af BBC. Þar kemur þó fram að verið sé að leita leiða til að bjarga flaki vélarinnar. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að mögulegt sé að atvikið hafi átt sér stað vegna vélarábreiðu sem mögulega hafi verið skilin eftir á flugvélinni fyrir flugtak. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins en í frétt BBC segir að einnig megi reikna með rannsakað verði hvernig umræddu myndbandi hafi verið lekið á netið.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira