„Markmiðið er að taka gullið með heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Andrea Sif Pétursdóttir var fimleikakona ársins 2020. stöð 2 sport Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira
Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira