Skortur á því sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. nóvember 2021 19:47 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum. „Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli. Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli.
Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20
Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01
Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14
Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03