Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir en er verið að skoða myndbandsupptökur og færslur á samfélagsmiðlum til að finna mögulegt tilefni.
Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á milli fimmtán og tuttugu skotum í skólanum. Hann myrti þrjá nemendur. Einn sextán ára dreng og tvær stúlkur, fjórtán og sautján ára.
Lögreglan segir tvo særða hafa farið í skurðaðgerðir en hina vera í stöðugu ástandi.
Starfsmaður Huffington Post deildi myndbandi sem ku vera tekið í kennslustofu í skólanum þar sem árásarmaðurinn þóttist vera lögregluþjónn til að reyna að komast þar inn.
A student from inside Oxford High School captured this footage of the possible shooter trying to get into the classroom by impersonating a sheriff
— philip lewis (@Phil_Lewis_) November 30, 2021
The students did not open the door and escaped through a windowhttps://t.co/DCKb6l555w pic.twitter.com/gQWOuJPAAL
Mike McCabe, aðstoðarfógeti Oakland-sýslu, sagði foreldra drengsins hafa ráðlagt honum að ræða ekki við lögregluþjóna. Þar sem hann er undir lögaldri þurftu lögregluþjónar að fá leyfi foreldra til að ræða við hann.
Ekki er vitað til þess að hann hafi áður komið við sögu lögreglu.
AP hefur eftir foreldra við skólann að sonur hennar hafi verið heima vegna sögusagna um mögulega skotárás í skólanum. McCabe var spurður út í sögusagnir um árásina og sagðist hann ekki vita til þess að lögreglunni hafi borist nokkurs konar tilkynning eða viðvörun.