Bara eitt mark eða minna á milli liðanna í sex af síðustu átta Hafnarfjarðarslögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Það er alltaf vel tekist á í leikjum FH og Hauka eins og þessi mynd sýnir frá leik liðanna í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Það er von á spennuleik í kvöld þegar FH-ingar taka á móti nágrönnum sínum í Haukum í elleftu umferð Olís deildar karla í handbolta. Þetta er eini leikur kvöldsins í deildinni og um leið fyrsti leikurinn í umferðinni. Haukarnir eru að spila Evrópuleik um næstu helgi og leikurinn því færður fram. Þarna eru ekki bara erkifjendur og nágrannar að mætast heldur eru liðin einnig í tveimur efstu sætum Olís deildarinnar. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að langflestir innbyrðis leikir Hafnarfjarðarliðanna undanfarin ár hafa verið mjög spennandi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.15 en Seinni bylgjan verður með fulltrúa sína á leiknum og gera leikinn upp eftir hann. FH vann eins marks sigur í eina leik liðanna á þessu tímabili til þessa en sá leikur var í sextán liða úrslitum Coca-Cola bikar keppninnar í haust. FH vann leikinn 27-26 og var það Gytis Smantauskas sem skoraði sigurmarkið. Haukarnir fengu sókn eftir það en tókst ekki að jafna. Þetta er aðeins annar tveggja tapleikja Haukanna í leikjum á móti íslenskum liðum þennan veturinn. Haukarnir unnu átta marka sigur í deildinni í fyrra en sá leikur sker sig mikið úr enda langstærsti sigurinn í leikjum liðanna undanfarin ár. Sex leikir af síðustu átta hafa endaði með jafntefli eða með eins marks sigri. Sjöundi leikurinn vannst síðan með þremur mörkum. Haukarnir hafa ekki náð að vinna í Kaplakrika í fimm síðustu deildar- og bikarleikjum sínum eða síðan þeir unnu 30-29 sigur 15. desember 2016. FH-liðið hefur líka unnið fimm af síðustu tíu leikjum liðanna á báðum stöðum frá þeim tíma en Haukarnir eru aðeins með einn sigur á sama tíma. Hinir fjórir leikirnir hafa endað með jafntefli. Síðustu Hafnarfjarðarslagir á Íslandsmóti og í bikarkeppni: Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) í Kaplakrika Deild 15. maí 2021: Haukar unnu með 8 mörkum (34-26) á Ásvöllum Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) í Kaplakrika Deild 1. febrúar 2020: FH vann með 3 mörkum (31-28) í Kaplakrika Deild 9. október 2019: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) í Kaplakrika Deild 12. september 2018: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 18. desember 2017: FH vann með 1 marki (30-29) í Kaplakrika Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Þetta er eini leikur kvöldsins í deildinni og um leið fyrsti leikurinn í umferðinni. Haukarnir eru að spila Evrópuleik um næstu helgi og leikurinn því færður fram. Þarna eru ekki bara erkifjendur og nágrannar að mætast heldur eru liðin einnig í tveimur efstu sætum Olís deildarinnar. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að langflestir innbyrðis leikir Hafnarfjarðarliðanna undanfarin ár hafa verið mjög spennandi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.15 en Seinni bylgjan verður með fulltrúa sína á leiknum og gera leikinn upp eftir hann. FH vann eins marks sigur í eina leik liðanna á þessu tímabili til þessa en sá leikur var í sextán liða úrslitum Coca-Cola bikar keppninnar í haust. FH vann leikinn 27-26 og var það Gytis Smantauskas sem skoraði sigurmarkið. Haukarnir fengu sókn eftir það en tókst ekki að jafna. Þetta er aðeins annar tveggja tapleikja Haukanna í leikjum á móti íslenskum liðum þennan veturinn. Haukarnir unnu átta marka sigur í deildinni í fyrra en sá leikur sker sig mikið úr enda langstærsti sigurinn í leikjum liðanna undanfarin ár. Sex leikir af síðustu átta hafa endaði með jafntefli eða með eins marks sigri. Sjöundi leikurinn vannst síðan með þremur mörkum. Haukarnir hafa ekki náð að vinna í Kaplakrika í fimm síðustu deildar- og bikarleikjum sínum eða síðan þeir unnu 30-29 sigur 15. desember 2016. FH-liðið hefur líka unnið fimm af síðustu tíu leikjum liðanna á báðum stöðum frá þeim tíma en Haukarnir eru aðeins með einn sigur á sama tíma. Hinir fjórir leikirnir hafa endað með jafntefli. Síðustu Hafnarfjarðarslagir á Íslandsmóti og í bikarkeppni: Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) í Kaplakrika Deild 15. maí 2021: Haukar unnu með 8 mörkum (34-26) á Ásvöllum Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) í Kaplakrika Deild 1. febrúar 2020: FH vann með 3 mörkum (31-28) í Kaplakrika Deild 9. október 2019: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) í Kaplakrika Deild 12. september 2018: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 18. desember 2017: FH vann með 1 marki (30-29) í Kaplakrika
Síðustu Hafnarfjarðarslagir á Íslandsmóti og í bikarkeppni: Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) í Kaplakrika Deild 15. maí 2021: Haukar unnu með 8 mörkum (34-26) á Ásvöllum Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) í Kaplakrika Deild 1. febrúar 2020: FH vann með 3 mörkum (31-28) í Kaplakrika Deild 9. október 2019: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) í Kaplakrika Deild 12. september 2018: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 18. desember 2017: FH vann með 1 marki (30-29) í Kaplakrika
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira