Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. desember 2021 21:55 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05