Omíkron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 22:20 Verið er að raðgreina sýni úr þeim sem talinn er hafa smitast af afbrigðinu. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51