Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2021 13:12 Ýmsum í stjórnarandstöðunni þykir þetta heldur óárennilegt þríeyki. Jón Gunnarsson og aðstoðarmenn hans tveir, Brynjar Níelsson og Hreinn Loftsson. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. Eins og Innherji greindi frá fyrr í dag hefur Brynjar verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns auk Hreins Loftssonar lögmanns. „Jón vill fá mann sem hefur reynslu af málaflokknum og þekkir þingið þannig að segja má að hann sé að slá tvær flugur í einu höggi. Ég reikna með því,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Komið hefur fram að ýmsum þeim sem tilheyra stjórnaraandstöðunni líst ekki á blikuna, að þarna sé komin býsna harðsnúinn flokkur manna í innanríkisráðuneytið. Andrési Inga líst ekki á blikuna Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata gerði skipan Jóns að sérstöku umfjöllunarefni í sinni ræðu á þinginu í gær, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gær, að það væri móðgun við fólk „gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis.“ Og þegar hann sá fréttirnar í morgun varð honum hreinlega flökurt og tjáði það á Twitter. Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni. 🤮🤮🤮https://t.co/VUAn58OJ0a— Andrés Ingi (@andresingi) December 2, 2021 Brynjar segir þá þrjá auðvitað menn sem standa fyrir eitthvað, hafi allir verið í pólitík og þekkja það. Báðir aðstoðarmennirnir, hann og Hreinn, þekki þessa málaflokka vel frá sitthvorum vinklinum. „Jón er að fá menn með fjölbreytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagnrýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík. Ekki héldu þeir að hann myndi fá einhverja menn úr vinstri flokkunum til að aðstoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökurleika.“ Brynjar náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en er nú kominn á þingið bakdyramegin aftur. Er þetta svona gott mötuneyti? „Nei, það er það nú ekki en einhvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema einhver fyrirstaða sé. Þetta er auðvitað bara tímabundið.“ Ætla að láta hendur standa fram úr ermum Fram hefur komið að Jón verður skipaður innaríkisráðherra í 18 mánuði í lengsta falli og þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir 1. þingmaður í Suðurkjördæmi við. Brynjar segir þetta nýja starf leggjast ágætlega í sig, þau séu mörg mál sem þurfi að laga og ýta úr vör. Jón Gunnarsson tekur við lyklunum að innanríkisráðuneytinu en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir færir sig um set.vísir/vilhelm „Það fer svo eftir því hvað ráðherra ætlar að setja puttann á púlsinn og hvaða hugmyndir hann hefur með að forgangsraða og svoleiðis. Ég er bara til aðstoðar og að veita góð ráð þegar eftir því er leitað. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Viðleitnin hefur heldur verið sú að aðstoðarmenn ráðherra hafi síðar látið á það reyna að komast á þing. „Já, ég geri allt öfugt,“ segir Brynjar. Hann segir þetta sérstakar aðstæður. „Ráðherra á stuttum tíma þarf að láta hendur standa fram úr ermum og setja mark sitt á þetta. Og þá ákveður hann að leita til manna sem þekkja málaflokkinn og ekkert óeðlilegt við það. þó hann hafi verið alþingismaður áður. ekki eins og ég sé tekinn út úr móanum.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Eins og Innherji greindi frá fyrr í dag hefur Brynjar verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns auk Hreins Loftssonar lögmanns. „Jón vill fá mann sem hefur reynslu af málaflokknum og þekkir þingið þannig að segja má að hann sé að slá tvær flugur í einu höggi. Ég reikna með því,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Komið hefur fram að ýmsum þeim sem tilheyra stjórnaraandstöðunni líst ekki á blikuna, að þarna sé komin býsna harðsnúinn flokkur manna í innanríkisráðuneytið. Andrési Inga líst ekki á blikuna Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata gerði skipan Jóns að sérstöku umfjöllunarefni í sinni ræðu á þinginu í gær, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gær, að það væri móðgun við fólk „gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis.“ Og þegar hann sá fréttirnar í morgun varð honum hreinlega flökurt og tjáði það á Twitter. Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni. 🤮🤮🤮https://t.co/VUAn58OJ0a— Andrés Ingi (@andresingi) December 2, 2021 Brynjar segir þá þrjá auðvitað menn sem standa fyrir eitthvað, hafi allir verið í pólitík og þekkja það. Báðir aðstoðarmennirnir, hann og Hreinn, þekki þessa málaflokka vel frá sitthvorum vinklinum. „Jón er að fá menn með fjölbreytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagnrýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík. Ekki héldu þeir að hann myndi fá einhverja menn úr vinstri flokkunum til að aðstoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökurleika.“ Brynjar náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en er nú kominn á þingið bakdyramegin aftur. Er þetta svona gott mötuneyti? „Nei, það er það nú ekki en einhvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema einhver fyrirstaða sé. Þetta er auðvitað bara tímabundið.“ Ætla að láta hendur standa fram úr ermum Fram hefur komið að Jón verður skipaður innaríkisráðherra í 18 mánuði í lengsta falli og þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir 1. þingmaður í Suðurkjördæmi við. Brynjar segir þetta nýja starf leggjast ágætlega í sig, þau séu mörg mál sem þurfi að laga og ýta úr vör. Jón Gunnarsson tekur við lyklunum að innanríkisráðuneytinu en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir færir sig um set.vísir/vilhelm „Það fer svo eftir því hvað ráðherra ætlar að setja puttann á púlsinn og hvaða hugmyndir hann hefur með að forgangsraða og svoleiðis. Ég er bara til aðstoðar og að veita góð ráð þegar eftir því er leitað. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Viðleitnin hefur heldur verið sú að aðstoðarmenn ráðherra hafi síðar látið á það reyna að komast á þing. „Já, ég geri allt öfugt,“ segir Brynjar. Hann segir þetta sérstakar aðstæður. „Ráðherra á stuttum tíma þarf að láta hendur standa fram úr ermum og setja mark sitt á þetta. Og þá ákveður hann að leita til manna sem þekkja málaflokkinn og ekkert óeðlilegt við það. þó hann hafi verið alþingismaður áður. ekki eins og ég sé tekinn út úr móanum.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20