Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2021 18:53 Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42