Aðeins í handbremsu en gefa allt í úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2021 19:21 Andrea Sif Pétursdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir hinar kátustu. stefán pálsson Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ánægð hvernig til tókst í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún segir að íslenska liðið hafi aðeins verið handbremsuna á en hún verði tekin af í úrslitunum á laugardaginn. Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira