Hlaupið nái sennilega hámarki á sunnudag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2021 16:38 Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli í Gígjukvísl stöðugt. Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli stöðugt úr jöklinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að hlaupið muni sennilega ná hámarki um helgina og er ekki hægt að útiloka að gos fylgi í kjölfarið. Frá því að mælingar sýndu að íshellan í Grímsvötnum væri byrjuð að síga fyrir tíu dögum hefur hún sigið um rúma 25 metra frá því að hún mældist hæst en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur íshellan sigið um rúma átta metra síðastliðinn sólarhring. Í Gígjukvísl eykst rennslið stöðugt og í gær var rennslið rúmir ellefu hundruð rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar sem birtar voru nú síðdegis er rennsli í Gígjukvísl nú 1600 rúmmetrar á sekúndu og rafleiðni fer hækkandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nýjustu mælingar falli nokkuð vel að þeim rennslisspám sem gerðar hafa verið en ef miklar breytingar verða á þróun rennslisins úr Grímsvötnum mun það hafa áhrif á hvenær flóðatoppnum er náð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á jökulhlaupinu í Grímsvötnum sé í takt við spár. „Núna er svona tæplega helmingur af vatninu komið út úr Grímsvötnum og rennslið er að nálgast tvö þúsund rúmmetra á sekúndu miðað við mælingar Jarðvísindastofnunar þarna upp frá. Síðan er verið að vakta ánna og vatnamælingar Veðurstofunnar mæla rennslið. Þar er ekki komið eins mikið vatn, það er töluvert mikið vatn undir jöklinum enn þá,“ segir Magnús. Jón Grétar Sigurðsson frá Atlantsflugi flaug yfir svæðið í morgun, 3. desember.Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Að sögn Magnúsar er sennilegt að rennslið úr jöklinum nái hámarki á sunnudag, eða þar um bil, og verður hámarksrennslið líklega um fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið í ár líkist meira hlaupum sem komu fyrir Gjálpargosið árið 1996, þar sem aðstæður breyttust mikið. „Nú er þetta að líkjast því sem var á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem Grímsvatna hlaupin voru ekki mjög stór, en þetta verður þó sjálfsagt núna tvöfalt eða þrefalt stærra en Skaftárhlaupin eru,“ segir Magnús. Þá er ekki hægt að útiloka að það gjósi í Grímsvötnum, þó engin merki séu um það að svo stöddu. „Það er nú bara eitthvað sem við verðum að vera undirbúin að geti gerst. Við sjáum engin merki enn þá, það eru engin merki, engir jarðskjálftar, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús. „Það er líklegast að það þurfi að hafa augun mjög á hlutunum svona þegar kemur fram á helgina, þegar það fer í hámarkið og fljótlega eftir það. Miðað við söguna þá er það sá tími sem að, ef að það gerist á annað borð, þá hefur það tilhneigingu til að gera það á þessum tíma,“ segir Magnús. Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Frá því að mælingar sýndu að íshellan í Grímsvötnum væri byrjuð að síga fyrir tíu dögum hefur hún sigið um rúma 25 metra frá því að hún mældist hæst en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur íshellan sigið um rúma átta metra síðastliðinn sólarhring. Í Gígjukvísl eykst rennslið stöðugt og í gær var rennslið rúmir ellefu hundruð rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar sem birtar voru nú síðdegis er rennsli í Gígjukvísl nú 1600 rúmmetrar á sekúndu og rafleiðni fer hækkandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nýjustu mælingar falli nokkuð vel að þeim rennslisspám sem gerðar hafa verið en ef miklar breytingar verða á þróun rennslisins úr Grímsvötnum mun það hafa áhrif á hvenær flóðatoppnum er náð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á jökulhlaupinu í Grímsvötnum sé í takt við spár. „Núna er svona tæplega helmingur af vatninu komið út úr Grímsvötnum og rennslið er að nálgast tvö þúsund rúmmetra á sekúndu miðað við mælingar Jarðvísindastofnunar þarna upp frá. Síðan er verið að vakta ánna og vatnamælingar Veðurstofunnar mæla rennslið. Þar er ekki komið eins mikið vatn, það er töluvert mikið vatn undir jöklinum enn þá,“ segir Magnús. Jón Grétar Sigurðsson frá Atlantsflugi flaug yfir svæðið í morgun, 3. desember.Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Að sögn Magnúsar er sennilegt að rennslið úr jöklinum nái hámarki á sunnudag, eða þar um bil, og verður hámarksrennslið líklega um fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið í ár líkist meira hlaupum sem komu fyrir Gjálpargosið árið 1996, þar sem aðstæður breyttust mikið. „Nú er þetta að líkjast því sem var á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem Grímsvatna hlaupin voru ekki mjög stór, en þetta verður þó sjálfsagt núna tvöfalt eða þrefalt stærra en Skaftárhlaupin eru,“ segir Magnús. Þá er ekki hægt að útiloka að það gjósi í Grímsvötnum, þó engin merki séu um það að svo stöddu. „Það er nú bara eitthvað sem við verðum að vera undirbúin að geti gerst. Við sjáum engin merki enn þá, það eru engin merki, engir jarðskjálftar, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús. „Það er líklegast að það þurfi að hafa augun mjög á hlutunum svona þegar kemur fram á helgina, þegar það fer í hámarkið og fljótlega eftir það. Miðað við söguna þá er það sá tími sem að, ef að það gerist á annað borð, þá hefur það tilhneigingu til að gera það á þessum tíma,“ segir Magnús.
Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42
Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31