Áður en hann settist niður fyrir sprautuna hafði maðurinn skrifað undir samþykkisblað hjá lækni.
Ráðabruggið tókst þó ekki hjá manninum. Samkvæmt ANSA fréttaveitunni var gervihöndin úr sílikoni og leit hann nokkuð raunverulega út.
Hjúkrunarfræðingurinn sem kom upp um svindlarann sagði La Repubblica þó að litur handleggsins hefði vakið grunsemdir hjá henni. Þegar hún kom höndina fann hún að ekki var allt með felldu.
Ekki liggur fyrir, miðað við fréttaflutning erlendis, hvort maðurinn var með heilan gervihandlegg eða jafnvel einhverskonar sílikonhlíf yfir upphandleggnum.
Eftir að upp komst um manninn reyndi hann þó að fá hjúkrunarfræðinginn til að líta hjá svindlinu og gefa sér passa. Hann sagðist þurfa passann til að vinna en vildi ekki láta bólusetja sig.
Hjúkrunarfræðingurinn segir marga vera reiða og þau þurfi oft að eiga í deilum við fólk. Það sói tíma þeirra og annarra.
Maðurinn sem er fimmtíu ára gamall var tilkynntur til lögreglu og stendur til að kæra hann.
Í frétt Guardian segir að frá því yfirvöld á Ítalíu tilkynntu að tekinn yrði upp bólusetningarpassi þar í landi þann 6. desember hafi töluverður fjöldi fólks mætt til að láta bólusetja sig í fyrsta sinn. Án bólusetningarpassa mun fólk ekki geta varið í kvikmyndahús, leikhús, líkamsrækt, knæpur og aðra staði.