Fáránleg vítaspyrna kostaði Norrköping | Adam Ingi áfram í marki Gautaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 16:05 Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í dag. Skjáskot/@ifkgoteborg Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er síðasta umferð deildarinnar fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir íslenskir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn í dag. Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira