Ríkin sem um ræðir eru Kalifornía, Colorado, Connecticut, Hawaii, Louisiana, Maryland, Massachusetts, Minnesota, Missouri, Nebraska, New Jersey, New York, Pennsylvanía, Utah, Washington og Wisconsin.
Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í málum er varðar smitsjúkdóma, segir augljóst af gögnum frá Suður-Afríku að Omíkron smitist greiðlegar en önnur afbrigði en enn sem komið er sé ekki útlit fyrir að afbrigðið valdi alvarlegri sjúkdóm.
Hins vegar sé nauðsynlegt að hafa varann á og bíða og sjá hvað rannsóknir leiða í ljós.
Yfirvöld í Suður-Afríku greindu frá því í gær að 11.125 hefðu greinst með Covid-19 sólahringinn á undan en aðeins einn lést.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setur sig enn upp á móti þeim ferðatakmörkunum sem mörg ríki hafa gripið til gagnvart ríkjum í suðurhluta Afríku og sendifulltrúi Nígerí í Bretlandi hefur kallað þær „aðskilnaðarstefnu“.
Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast leggja fram frumvarp sem kveður á um skyldubólusetningu starfsmanna í ákveðnum heilbrigðisstörfum frá 16. mars næstkomandi. Þá stendur til að heimila tannlæknum, dýralæknum og lyfjafræðingum að bólusetja fólk í einhvern takmarkaðan tíma.