Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og flokkssystir Willoch, segir í tilkynningu að hugur flokksmanna sé hjá Anne-Marie konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum nákomnum.
Willoch var forsætisráðherra Noregs frá 1981 til 1986 og leiðtogi Hægriflokksins í ellefu ár þar á undan. Þá gegndi hann einnig embætti viðskiptaráðherra.
Willoch er einn áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu Noregs, var virkur í stjórnmálum í rúma sex áratugi, og koma á ýmsum málum sem breyttu norsku samfélagi.
Hann var hagfræðingur að mennt og starfaði innan skipaiðnaðarins áður en hann tók sæti í borgarstjórn Oslóar árið 1952. Hann tók svo sæti á norska þinginu fyrir Hægriflokkinn árið 1958 og átti eftir að eiga þar sæti fram til ársins 1989. Hann tók fyrst við ráðherraembætti í samsteypustjórn Johns Lyng árið 1963.

Árið 1981 vann Høyre mikinn sigur í þingkosningunum og tók Willoch þá við embætti forsætisráðherra af Gro Harlem Brundtland og fór fyrir fyrstu hreinu hægristjórn landsins frá árinu 1928. Í forsætisráðherratíð Willochs braut hann upp ríkiseinokunina á fjölmiðlamarkaði, losaði um reglur á húsnæðismarkaði og opnunartími verslana varð frjálsari.
Brundtland og Verkamannaflokkurinn höfðu þó betur gegn Willoch og Høyre i kosningunum 1986 og tók því Brundland aftur við forsætisráðherraembættinu.
Eftir að Willoch lét af þingmennsku tók han við stöðu fylkismanns í Osló og Akershus og gegndi því til ársins 1998.
Willoch lætur eftir sig eiginkonuna Anne Marie og dótturina Cecilie.
Jonas Gahr Störe, núverandi forsætisráðherra Noregs minnist Willoch á samfélagsmiðlum og segir hann hafa verið atkvæðamikinn og snjallan stjórnmálamann.