Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:11 Ferðamenn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira