„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Atli Arason skrifar 10. desember 2021 23:06 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. „Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Sjá meira
„Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Sjá meira