Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 23:02 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru um víðan völl í Framlengingunni. Mynd/Skjáskot „Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi. Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira