Veiran fjari út á næsta ári Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 21:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur annast raðgreiningar á ómíkron-afbrigðinu hérlendis og telur veiruna vera að sýna fyrirsjáanlega en breytta hegðun. Vísir/Vilhelm Ómíkron-afbrigðið breiðir úr sér hraðar en nokkuð annað afbrigði kórónuveirunnar hingað til. Það gæti í ljósi þess ofkeyrt heilbrigðiskerfið að sögn sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að alvarleg veikindi virðist sjaldgæfari. Kári Stefánsson spáir því að breytt veira fjari út fyrir lok næsta árs. Frá því að ómíkron-afbrigðið kom fram undir lok nóvember hefur hægt og rólega myndast grunnþekking á eðli þess. „Allar tölur benda til þess að þetta omíkron-afbrigði sé töluvert meira smitandi og hraðinn á útbreiðslu á því sé meiri en á delta. Danir hafa til dæmis mælt að tvöföldunartíminn þar í útbreiðslu séu tveir til þrír dagar. Það er mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að hugsanlega séu veikindi vægari en telur mögulegt að fjöldi smitaðra muni vega upp á móti því og þannig samt ofkeyra heilbrigðiskerfi. Örvunarskammturinn sé okkar helsta von til þess að forða því að miklar takmarkanir séu nauðsynlegar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ómíkron-afbrigðið fela í sér fyrirsjáanlegar breytingar í hegðun veirunnar. „Ef þetta reynist rétt er veiran að þróast í þá átt sem má búast við, þá er hún að fylgja þeirri reglu að stökkbreytast þannig að hún verði smitnæmari en valdi minni skaða. Hún er að hlúa að eigin hagsmunum, og á þann hátt hagar hún sér mjög svipað íslenskum alþingismönnum, sem um leið og þeir eru komnir á þing fara að hlúa að sjálfum sér í stað þjóðarinnar. En allt um það,“ segir Kári. „Hvað gerist svo í framtíðinni? Mér finnst ekki ólíklegt að þriðji skammtur komi til með að veita okkur þá vörn sem við þurfum gegn þessu afbrigði af veirunni og mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til með að fjara út á næsta hálfa ári til eins árs. Mér fyndist þetta lógískt. Treystirðu þér þá til að spá því að veiran almennt verði þá fyrir bí að einhverju leyti? Að við verðum farin að sakna þessarar veiru næsta haust? Ég er ekki viss um það en mér finnst það líklegt,“ segir Kári Stefánsson. Breiðir hraðar úr sér en nokkru sinni fyrr Á milli 40-50 hafa þegar greinst með afbrigðið hér innanlands og gera má ráð fyrir að það verði ráðandi afbrigði hér í upphafi næsta árs. Úti í heimi tala vísindamenn um sögulega útbreiðslu afbrigðisins. „Ómíkron breiðir úr sér hraðar en við höfum nokkru sinni séð nýtt afbrigði gera. Við höfum áhyggjur af því að fólk afgreiði þetta bara sem eitthvað skaðlaust. Það er þannig að jafnvel þótt ómíkron valdi minni alvarlegum veikindum, gæti gífurlegur fjöldi smitaðra einn orðið til þess að ríða vanbúnum heilbrigðiskerfum að fullu,“ segir forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03 130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Frá því að ómíkron-afbrigðið kom fram undir lok nóvember hefur hægt og rólega myndast grunnþekking á eðli þess. „Allar tölur benda til þess að þetta omíkron-afbrigði sé töluvert meira smitandi og hraðinn á útbreiðslu á því sé meiri en á delta. Danir hafa til dæmis mælt að tvöföldunartíminn þar í útbreiðslu séu tveir til þrír dagar. Það er mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að hugsanlega séu veikindi vægari en telur mögulegt að fjöldi smitaðra muni vega upp á móti því og þannig samt ofkeyra heilbrigðiskerfi. Örvunarskammturinn sé okkar helsta von til þess að forða því að miklar takmarkanir séu nauðsynlegar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ómíkron-afbrigðið fela í sér fyrirsjáanlegar breytingar í hegðun veirunnar. „Ef þetta reynist rétt er veiran að þróast í þá átt sem má búast við, þá er hún að fylgja þeirri reglu að stökkbreytast þannig að hún verði smitnæmari en valdi minni skaða. Hún er að hlúa að eigin hagsmunum, og á þann hátt hagar hún sér mjög svipað íslenskum alþingismönnum, sem um leið og þeir eru komnir á þing fara að hlúa að sjálfum sér í stað þjóðarinnar. En allt um það,“ segir Kári. „Hvað gerist svo í framtíðinni? Mér finnst ekki ólíklegt að þriðji skammtur komi til með að veita okkur þá vörn sem við þurfum gegn þessu afbrigði af veirunni og mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til með að fjara út á næsta hálfa ári til eins árs. Mér fyndist þetta lógískt. Treystirðu þér þá til að spá því að veiran almennt verði þá fyrir bí að einhverju leyti? Að við verðum farin að sakna þessarar veiru næsta haust? Ég er ekki viss um það en mér finnst það líklegt,“ segir Kári Stefánsson. Breiðir hraðar úr sér en nokkru sinni fyrr Á milli 40-50 hafa þegar greinst með afbrigðið hér innanlands og gera má ráð fyrir að það verði ráðandi afbrigði hér í upphafi næsta árs. Úti í heimi tala vísindamenn um sögulega útbreiðslu afbrigðisins. „Ómíkron breiðir úr sér hraðar en við höfum nokkru sinni séð nýtt afbrigði gera. Við höfum áhyggjur af því að fólk afgreiði þetta bara sem eitthvað skaðlaust. Það er þannig að jafnvel þótt ómíkron valdi minni alvarlegum veikindum, gæti gífurlegur fjöldi smitaðra einn orðið til þess að ríða vanbúnum heilbrigðiskerfum að fullu,“ segir forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03 130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03
130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01