Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum.
Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð og var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Að lokum voru fjórir ákærðir fyrir morðið: Angjelin Sterkaj, Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Sofia Coelho Carvalho.
Afbrotafræðingur segir málið sérstakt á íslenskan mælikvarða. Morðmál á Íslandi séu yfirleitt persónulegir harmleikir, þar sem báðir aðilar þekkist vel og jafnvel innan sömu fjölskyldna. Morðið í Rauðagerði sé allt annars eðlis.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.