Af línunni, í markið og í landsliðið á níu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 11:01 Saga Sif Gísladóttir er með rúmlega fjörutíu prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deild kvenna. vísir/Hulda Margrét Saga Sif Gísladóttir, 26 ára gamall markvörður Vals og íslenska landsliðsins, byrjaði afar seint að æfa mark, eða þegar hún var sautján ára. „Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
„Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira