María Rut segir að heilsan sé sæmileg en Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona og eiginkona Maríu Rutar, er öllu slappari.
Hjónin eru nú í einangrun ásamt sonum þeirra en drengirnir hafa allir greinst neikvæðir. María Rut segir að sóttvarnir verði í hávegum hafðar og vonandi fái strákarnir að losna úr sóttkví eftir þrjá daga.
„Þau sem þekkja mig vita að ég hef verið með töluverðan sóttkvíða og farið mjög gætilega. Passað mig og ekki sótt nein mannamót af viti. Kannski smá lýsandi að þau sem ég sendi í sóttkví er fjölskyldan mín sem ég bý með. En svona er þetta. Þetta getur bitið okkur öll. Og þetta var sannarlega ekki jólaplanið okkar,“ segir María Rut meðal annars í færslu á Facebook-síðu sinni en hana má lesa hér að neðan.