Ellefu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél, að því er segir í tilkynningu.
Síðast lést sjúklingur vegna COVID-19 á Landspítala 10. desember. 37 hafa látist vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala verið 233.
Fréttin hefur verið uppfærð.