Ungu strákarnir frábærir en það eru fleiri: Vantar að meðaltali 5-10 kg til að ná Dönum Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 17:46 Allt var með svo hátíðlegum blæ í lokaþætti Seinni bylgjunnar á þessu ári. Stöð 2 Sport Í jólaþætti Seinni bylgjunnar var rætt um það að óvenju margir ungir leikmenn hefðu sett sterkan svip á Olís-deildina það sem af er leiktíð. Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira