Jólasöngvabók Birgittu að seljast upp Birgitta Haukdal 22. desember 2021 08:47 „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði." Bókaflokkurinn Lára og Ljónsi eftir Birgittu Haukdal nýtur mikilla vinsælda „Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson. Menning Jól Tónlist Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
„Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson.
Menning Jól Tónlist Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira