Hefur þroskast sem höfundur síðan hann skrifaði fyrstu bókina ellefu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2021 15:01 Smári Hannesson rithöfundur. Vísir/Stöð 2 Fjórtán ára rithöfundur sem gaf út bók fyrir jól telur börn samsama sig betur skrifum hans en fullorðinna höfunda. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann skrásetti söguna og segist hvergi nærri hættur. Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir. Bókmenntir Krakkar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira