Rauð jól á Grænlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 20:29 Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson ákváðu að eyða hátíðinni á Grænlandi þar sem hefur verið einmunablíða. Vísir Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira