Robinson er ekki nýtt nafn fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn, en hún lék með Skallagrími frá 2019 til 2021. Með Borgnesingum varð Robinson bikarmeistari og skilaði 23 stigum að meðaltali í leik á seinna ári sínu.
Robinson hefur leikið með UCAM Murcia í spænsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili, en hennir er ætlað að fylla skarð Haiden Palmer sem fékk samningi sínum við Hauka rift fyrir jól.