Smitrakningarteymið breytir um taktík Snorri Másson skrifar 27. desember 2021 20:16 Jóhann Björn Skúlason hefur leitt smitrakningarteymi almannavarna. Stöð 2 / Arnar Smitrakningarteymið sér fram á að geta ekki lengur hringt í alla sem greinast með veiruna, eins og hingað til hefur alltaf verið gert. Rúmur fjórðungur þeirra sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í gær greindust með veiruna, samtals 664. Hlutfallið hefur aldrei verið eins hátt. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, segir teymið vera að skipta yfir í nýja taktík í ljósi aukinnar útbreiðslu og þróaðri tækni. Símtölin eru ekki talin nauðsynleg í hverju tilviki og því verður stuðst við sjálfvirka spurningalista í einhverjum mæli í staðinn. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt álag sem kemur núna á okkur af föstum þunga, þannig að við erum núna að reyna að laga okkur að því. Við tókum í gagnið nú fyrir jólin sjálfvirkan spurningalista sem við sendum á alla og hann er að hjálpa okkur við að minnka álagið hjá okkur. En síðan er viðbúið ef álagið heldur áfram að aukast að við þurfum að draga úr símtölum, þannig að það fái ekki allir sem greinast jákvæðir símtal frá okkur,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Sóttkví eitthvað sem virkar Sóttvarnalæknir hefur tekið fyrir að á þessari stundu verði hætt að styðjast við sóttkví og einangrun nú þegar omíkron virðist valda minni alvarlegum veikindum, eins og Suður-Afríkumenn hafa gert. En sannleikurinn er sá að sögn Jóhanns í smitrakningarteyminu að 255 í sóttkví við greiningu þýðir 255 sem voru ekki að smita frá sér. „Sóttkví er eitthvað sem virkar til að hamla útbreiðslunni. Þannig að ég held að hún verði áfram mikilvæg eins og komið er, alla vega,“ segir Jóhann. Þótt sums staðar sé þetta orðið þannig að fólk jafnvel hlífi vinum sínum við að nefna þá og setja í sóttkví, séu sumir svo samviskusamir að þeir hafa sjálfir samband við teymið þegar þeir lendi í þeirri stöðu. Gefa sig raunar fram. Steinunn Bergs, hjúkrunarfræðingur í teyminu, segir þolinmæðina hjá fólki sem smitast mikla en að í ljósi mikils fjölda þurfi að forgangsraða símtölum. Steinunn Bergs er á meðal hjúkrunarfræðinga sem hringja símtölin á vegum rakningarteymisins.Stöð 2 / Arnar „Við forgangsröðum innanlandssmitum sem greinast utan sóttkvíar, þá sem við sjáum að svara ekki spurningalistanum, við viljum ná til þeirra af því að við viljum kortleggja þeirra ferðir og aðstoða við það,“ segir Steinunn. Staðan almennt Á meðan smitrakningarteymið heldur ótrautt áfram, verður umræðan um takmarkanirnar sem þau þurfa að framfylgja sífellt hvassari. Í héraðsdómi í dag var aðalmeðferð í máli fimm einkennalausra covid-sjúklinga sem hafa þurft að sæta einangrun síðustu viku, en telja það úrræði ekki lögmætt. Niðurstaða fæst í þessu máli á allra næstu dögum en fyrri dómsmál af sama toga hafa fallið sóttvarnalækni í vil og ákvarðanir hans um frelsisskerðingar verið dæmdar lögmætar. Farsóttarhúsin eru enn troðfull. Þar eru rétt undir 100 manns á biðlista - og verið að forgangsraða umkomulausum ferðamönnum. Þá er unnið að varanlegri lausn á plássleysinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vera með það sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir en við bíðum í bili með öndina í hálsinum yfir því hvort sjúkrahúsinnlögnum fjölgi verulega, en það byrjar svo sem ekki vel, því að í gær lögðust tíu inn á sjúkrahús. Sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun: „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Að minnsta kosti tveir inniliggjandi sjúklingar með ómíkron Tveir sjúklingar af þeim fjórtán sem eru nú inniliggjandi á Landspítala eru með ómíkron afbrigði veirunnar en ekki er útilokað að þeir séu fleiri. Mikið álag er nú á göngudeildinni og smitrakningarteymi almannavarna. 27. desember 2021 13:51 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, segir teymið vera að skipta yfir í nýja taktík í ljósi aukinnar útbreiðslu og þróaðri tækni. Símtölin eru ekki talin nauðsynleg í hverju tilviki og því verður stuðst við sjálfvirka spurningalista í einhverjum mæli í staðinn. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt álag sem kemur núna á okkur af föstum þunga, þannig að við erum núna að reyna að laga okkur að því. Við tókum í gagnið nú fyrir jólin sjálfvirkan spurningalista sem við sendum á alla og hann er að hjálpa okkur við að minnka álagið hjá okkur. En síðan er viðbúið ef álagið heldur áfram að aukast að við þurfum að draga úr símtölum, þannig að það fái ekki allir sem greinast jákvæðir símtal frá okkur,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Sóttkví eitthvað sem virkar Sóttvarnalæknir hefur tekið fyrir að á þessari stundu verði hætt að styðjast við sóttkví og einangrun nú þegar omíkron virðist valda minni alvarlegum veikindum, eins og Suður-Afríkumenn hafa gert. En sannleikurinn er sá að sögn Jóhanns í smitrakningarteyminu að 255 í sóttkví við greiningu þýðir 255 sem voru ekki að smita frá sér. „Sóttkví er eitthvað sem virkar til að hamla útbreiðslunni. Þannig að ég held að hún verði áfram mikilvæg eins og komið er, alla vega,“ segir Jóhann. Þótt sums staðar sé þetta orðið þannig að fólk jafnvel hlífi vinum sínum við að nefna þá og setja í sóttkví, séu sumir svo samviskusamir að þeir hafa sjálfir samband við teymið þegar þeir lendi í þeirri stöðu. Gefa sig raunar fram. Steinunn Bergs, hjúkrunarfræðingur í teyminu, segir þolinmæðina hjá fólki sem smitast mikla en að í ljósi mikils fjölda þurfi að forgangsraða símtölum. Steinunn Bergs er á meðal hjúkrunarfræðinga sem hringja símtölin á vegum rakningarteymisins.Stöð 2 / Arnar „Við forgangsröðum innanlandssmitum sem greinast utan sóttkvíar, þá sem við sjáum að svara ekki spurningalistanum, við viljum ná til þeirra af því að við viljum kortleggja þeirra ferðir og aðstoða við það,“ segir Steinunn. Staðan almennt Á meðan smitrakningarteymið heldur ótrautt áfram, verður umræðan um takmarkanirnar sem þau þurfa að framfylgja sífellt hvassari. Í héraðsdómi í dag var aðalmeðferð í máli fimm einkennalausra covid-sjúklinga sem hafa þurft að sæta einangrun síðustu viku, en telja það úrræði ekki lögmætt. Niðurstaða fæst í þessu máli á allra næstu dögum en fyrri dómsmál af sama toga hafa fallið sóttvarnalækni í vil og ákvarðanir hans um frelsisskerðingar verið dæmdar lögmætar. Farsóttarhúsin eru enn troðfull. Þar eru rétt undir 100 manns á biðlista - og verið að forgangsraða umkomulausum ferðamönnum. Þá er unnið að varanlegri lausn á plássleysinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vera með það sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir en við bíðum í bili með öndina í hálsinum yfir því hvort sjúkrahúsinnlögnum fjölgi verulega, en það byrjar svo sem ekki vel, því að í gær lögðust tíu inn á sjúkrahús. Sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun: „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Að minnsta kosti tveir inniliggjandi sjúklingar með ómíkron Tveir sjúklingar af þeim fjórtán sem eru nú inniliggjandi á Landspítala eru með ómíkron afbrigði veirunnar en ekki er útilokað að þeir séu fleiri. Mikið álag er nú á göngudeildinni og smitrakningarteymi almannavarna. 27. desember 2021 13:51 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Að minnsta kosti tveir inniliggjandi sjúklingar með ómíkron Tveir sjúklingar af þeim fjórtán sem eru nú inniliggjandi á Landspítala eru með ómíkron afbrigði veirunnar en ekki er útilokað að þeir séu fleiri. Mikið álag er nú á göngudeildinni og smitrakningarteymi almannavarna. 27. desember 2021 13:51
Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16