Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. desember 2021 23:34 Tedros sagðist bjartsýnn en varaði við því að óbólusett samfélag væri gróðrastía fyrir ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira