Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur eldurinn komist í þak hússins og eldtungurnar má sjá standa upp úr þakinu. Eldurinn er sagður dreifast um bygginguna og brenna glatt á þriðju hæð hússins. Enn er ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði.
Að sögn slökkviliðsmanna á staðnum hafa tök ekki náðst á eldinum.

„Við ráðum ekkert við eldinn og slökkviliðsmenn hafa séð sprungur myndast í veggju byggingarinnar,“ segir talsmaður viðbragðsaðila borgarinnar í samtali við fréttastofu AFP.
Eldurinn kviknaði aðeins nokkrum klukkustundum eftir útför Desmonds Tutu, erkibiskups, í dómkirkju St. Georgs í nálægð við þinghúsið.
Þinghúsið skiptist í þrjá hluta en sá elsti var byggður árið 1884. Nýrri hlutar hússins voru byggðir á þriðja og níunda áratugi síðustu aldar.