ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Liliana Szilagyi sést hér þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. EPA/ESTEBAN BIBA Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum. Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi) Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Sjá meira
Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi)
Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Sjá meira