Argentínskur plötusnúður fékk morðhótanir en neitar að hafa smitað Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 09:01 Lionel Messi er enn staddur í Argentínu og má ekki fara á meðan hann er með veiruna. EPA-EFE/Ian Langsdon Lionel Messi er með kórónuveiruna en hann náði sér í hana í jólafríi sínu í Argentínu. Það er óhætt að segja að Argentínumenn hafi leitað uppi sökudólg eftir að fréttir bárust af smiti gulldrengsins. Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira