Anna Eiríks er reynslumikill þjálfari og starfar sem deildarstjóri í Hreyfingu. Fyrsti þátturinn inniheldur styrkjandi og liðkandi æfingar sem mynda mikinn bruna í vöðvunum, þjálfa styrk, liðleika og auka vöðvaþolið.
Einu áhöldin sem þarf í þessa heimaæfingu eru stóll og dýna. Anna velur sjálf að vera berfætt en fólk getur að sjálfsögðu valið að gera æfinguna í skóm. Æfingin er í heildina um fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert hana oftar en einu sinni.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.