Nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðan um áramót að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Í fyrrinótt varð einnig skjálfti af sömu stærð í Vatnafjöllum.
Þar varð snörp jarðskjálftahrina um miðjan nóvember 2021 þar sem stærsti skjálftinn mældist 5,1 að stærð.
Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á milli vikna en í síðustu viku mældust tæplega 900 skjálftar með sjálfvirku jarðskjálftamælikerfi Veðurstofunnar. Vikuna þar á undan mældust 4.700 skjálftar með sama kerfi.