Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum Snorri Másson skrifar 11. janúar 2022 22:30 Þegar hafa verið tekin fleiri en 500 blóðprufur í rannsókn sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Rannsóknin er framkvæmd í Turninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31
Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24