Búinn að finna hinn þjóðþekkta slæma kafla hjá íslenska handboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 10:01 Aron Pálmarsson og félagar þurfa að passa sig á 49. til 55. mínútu því það er á þeim kafla þar sem gengi liðsins hefur oft verið slakt. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á enn eitt stórmótið en strákarnir okkar eru komnir til Búdapest til að keppa á EM 2022. Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira