Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 11:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á jafn vel von á því að skila tillögum að hertum aðgerðum inn í vikunni. Vísir/ Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. Þetta var á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður um það af hverju hann hafi ekki lagt til við heilbrigðisráðherra að aðgerðir yrðu hertar. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að framlengja innanlandsaðgerðir óbreyttar til næstu þriggja vikna. Var þetta gert á grundvelli minnisblaðs Þórólfs sem hann skilaði inn 5. janúar síðastliðinn. Þórólfur og Alma Möller landlæknir skiluðu einnig minnisblaði í fyrradag þar sem athygli var vakin á þungri stöðu á Landspítalanum vegna faraldursins. Sameiginlega minnisblaðinu ætlað að benda stjórnvöldum á alvarlega stöðu Í máli Þórólfs á fundinum kom fram að hann teldi brýnt að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, það væri tala sem Landspítalinn gæti ráðið við. Um og yfir þúsund greinast á degi hverjum þessa dagana. Var Þórólfur spurður að því af hverju hann hafi ekki lagt harðari aðgerðir til í minnisblaðinu sem hann skilaði inn í fyrradag með Ölmu landlækni. „Þetta sameiginlega minnisblað var bara til að brýna í raun og veru stjórnvöld og benda þeim á alvarlega stöðu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir til að koma tölunum niður í 500 sagði Þórólfur að honum sýndist allt stefna í að setja þyrfti harðari takmarkanir á. „Það er greinilegt og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég þurfi ef á eigi að herða aðgerðir þá þarf ég að koma með tillögur um og ég verð fljótur að koma þeim á borðið ef á þarf að halda og mér sýnist stefna allt í það,“ sagði Þórólfur. Síðar á fundinum var Þórólfur spurður að því hvort að von væri á nýju minnisblaði með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi var svarið stutt og einfalt. „Það er jafn vel von á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður um það af hverju hann hafi ekki lagt til við heilbrigðisráðherra að aðgerðir yrðu hertar. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að framlengja innanlandsaðgerðir óbreyttar til næstu þriggja vikna. Var þetta gert á grundvelli minnisblaðs Þórólfs sem hann skilaði inn 5. janúar síðastliðinn. Þórólfur og Alma Möller landlæknir skiluðu einnig minnisblaði í fyrradag þar sem athygli var vakin á þungri stöðu á Landspítalanum vegna faraldursins. Sameiginlega minnisblaðinu ætlað að benda stjórnvöldum á alvarlega stöðu Í máli Þórólfs á fundinum kom fram að hann teldi brýnt að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, það væri tala sem Landspítalinn gæti ráðið við. Um og yfir þúsund greinast á degi hverjum þessa dagana. Var Þórólfur spurður að því af hverju hann hafi ekki lagt harðari aðgerðir til í minnisblaðinu sem hann skilaði inn í fyrradag með Ölmu landlækni. „Þetta sameiginlega minnisblað var bara til að brýna í raun og veru stjórnvöld og benda þeim á alvarlega stöðu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir til að koma tölunum niður í 500 sagði Þórólfur að honum sýndist allt stefna í að setja þyrfti harðari takmarkanir á. „Það er greinilegt og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég þurfi ef á eigi að herða aðgerðir þá þarf ég að koma með tillögur um og ég verð fljótur að koma þeim á borðið ef á þarf að halda og mér sýnist stefna allt í það,“ sagði Þórólfur. Síðar á fundinum var Þórólfur spurður að því hvort að von væri á nýju minnisblaði með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi var svarið stutt og einfalt. „Það er jafn vel von á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29
45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43