Barbie kakan í þættinum er gerð í fimm formum, þremur í stærðinni 20 sentímetrar og tvö í stærðinni 18 sentímetrar. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan.
Botnar
- 800g sykur
- 440 g hveiti
- 240 g kakó
- 4 tsk matarsódi
- 2 tsk lyftiduft
- 2 tsk salt
- 6 egg
- 5 dl súrmjólk
- 5 dl heitt soðið vatn
- 4 dl ljós olía
- 2 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C blástur
- Sigtið þurrefnin saman í skál, sykur, hveiti, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.
- Bætið eggjum , súrmjólk, soðnu vatni, olíu og vanillu og þeytið áfram.
- Skiptið deiginu á milli forma og bakið við 180°C í 25 mínútur.
- Kælið botnanna mjög vel.
Súkkulaðikrem
- 700 g flórsykur
- 700 g smjör
- 1 tsk vanilludropar
- 100 g rjómasúkkulaðidropar
Aðferð:
- Þeytið saman smjöri og bætið flórsykrinum smám saman.
- Bætið vanilludropum saman við.
- Bræðið súkkulaði og bætið saman við.
- Sprautið kreminu á milli botnanna og þekjið kökuna með kreminu.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af kökum Evu Laufeyjar, Herra Hnetusmjörs og Birgittu Haukdal.
