Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 09:35 Fólk í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fylgist með fréttaflutningi af nýjustu eldflaugaskotunum. AP/Lee Jin-man Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. Að þessu sinni er talið að eldflaugarnar tvær hafi verið hefðbundnar skammdrægar eldflaugar en ríkisstjórn Norður-Kóreu segist hafa gert tvær tilraunir með svokallaða hljóðfráar eldflaugar. Þær ferðast á margföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu með miklum hraða og er þess vegna erfitt að skjóta þær niður. Reuters hefur eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að eldflaugarnar hafi fallið í hafið undan austurströnd Norður-Kóreu. Þær eru sagðar hafa flogið um 38 kílómetra í um 42 kílómetra hæð. Kishi segir augljóst að Kóreumenn hafi notað tíð eldflaugaskot sín til að betrumbæta tækni þeirra og getu. „Ítrekuð eldflaugaskot frá Norður-Kóreu eru alvarlegt vandamál fyrir alþjóðasamfélagið og þar á meðal Japan,“ sagði Kishi. Vilja losna við þvinganir Eldflaugaskot Norður-Kóreu eru ekki leyfð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim ályktunum er ríkinu óheimilt að þróa eldflaugar vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum og ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum um árabil vegna þessara áætlana. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ríkisins komið upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið þau vopn langar vegalengdir. Engar tilraunir hafa verið gerðar með langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn víðsvegar um heiminn frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að Kim Jong Un, einræðisherra, vilji með tíðum eldflaugaskotum þvinga andstæðinga sína til að hefja viðræður á ný á sínum forsendum. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Að þessu sinni er talið að eldflaugarnar tvær hafi verið hefðbundnar skammdrægar eldflaugar en ríkisstjórn Norður-Kóreu segist hafa gert tvær tilraunir með svokallaða hljóðfráar eldflaugar. Þær ferðast á margföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu með miklum hraða og er þess vegna erfitt að skjóta þær niður. Reuters hefur eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að eldflaugarnar hafi fallið í hafið undan austurströnd Norður-Kóreu. Þær eru sagðar hafa flogið um 38 kílómetra í um 42 kílómetra hæð. Kishi segir augljóst að Kóreumenn hafi notað tíð eldflaugaskot sín til að betrumbæta tækni þeirra og getu. „Ítrekuð eldflaugaskot frá Norður-Kóreu eru alvarlegt vandamál fyrir alþjóðasamfélagið og þar á meðal Japan,“ sagði Kishi. Vilja losna við þvinganir Eldflaugaskot Norður-Kóreu eru ekki leyfð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim ályktunum er ríkinu óheimilt að þróa eldflaugar vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum og ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum um árabil vegna þessara áætlana. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ríkisins komið upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið þau vopn langar vegalengdir. Engar tilraunir hafa verið gerðar með langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn víðsvegar um heiminn frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að Kim Jong Un, einræðisherra, vilji með tíðum eldflaugaskotum þvinga andstæðinga sína til að hefja viðræður á ný á sínum forsendum. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47