Telja sig hafa fundið þann sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 15:28 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sagnfræðinga og annarra sérfræðinga bendir til þess að gyðingur að nafni Arnold van den Bergh hafi líklega verið sá sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í Amsterdam í seinni heimstyrjöldinni. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum. Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum.
Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24