Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:00 Útherjinn Odell Beckham Jr. og leikstjórnandinn Matthew Stafford eru að ná vel saman hjá Los Angeles Rams. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi. Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira