Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 14:32 Húsnæði Nesbúeggs að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nesbúegg Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna. Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna.
Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira