Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2022 10:36 Ragnheiður segist telja að það sé erfiðara að reyna að svindla sér í gegn núna, þegar bólusetningarnar fara fram í minna rými. Vísir/Vilhelm Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira