Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2022 07:46 Hér má sjá tvö lögreglumannanna, Lane og Kueng, eftir að hafa fært Floyd í járn. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa greitt fyrir vörur í verslun með fölsuðum seðli. Court TV via AP Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira